- Auglýsing -
- Auglýsing -

Samtíningur frá Evrópu

Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona. Ljósmynd/FC Barcelona
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson og samherjar í spænska meistaraliðinu Barcelona unnu lið Benedorm, 38:18, í meistarakeppni Spánar í lok ágúst. Barcelona hafði mikla yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna en ellefu marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 20:9. Aron skoraði eitt mark í leiknum.  Barcelona vann Granolles í undanúrslitum viku fyrr. Í þeim leik meiddist Frakkinn Timothey N’Guessan á ökkla og verður a.m.k. í mánuð frá keppni af þeim sökum. 
  • Þetta var sjöunda árið í röð og í 11. skiptið á síðustu 12 árum sem Barcelona vinnur meistarakeppnina á Spáni en leikurinn í meistarakeppninni markar upphaf keppnistímabilsins þar í landi eins og víða annars staðar.
  • Hollenska landsliðskonan Estavana Polman sleit krossband í hné í byrjun ágúst og leikur ekki með danska meistaraliðinu Esbjerg á keppnistímabilinu. Einnig verður hún fjarri góðu gamni með heimsmeisturum Hollendinga á Evrópumeistaramóti landsliða sem fram fer í desember. Polman var driffjöður hollenska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari í fyrsta sinn á HM í Japan á undir lok síðasta árs. Hún var m.a. valin íþróttamaður ársins í Hollandi 2019.
Mynd/EPA
  • Forráðamenn Esbjerg segja að fjarvera Polman setji strik í reikning liðsins í Meistaradeild Evrópu þar sem markið er sett hátt eftir góðan árangur á snubbóttu síðasta keppnistímabili. Polman, sem er 28 ára, hefur verið með Esberg í sjö ár en alls hefur hún leikið í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin níu ár.
  • Austurríski landsliðsmaðurinn Nikola Bilyk sleit krossband í hné í æfingabúðum Kiel-liðsins í Graz í Austurríki undir lok ágúst. Sennilegt er að hann verði frá keppni allt þetta keppnistímabil af þessum sökum. 
Mynd/EPA
  • Michael Roth verður næsti landsliðsþjálfari Barein í handknattleik karla. Hann tekur við að Aroni Kristjánssyni sem hætti í sumar eftir að ljóst var að Ólympíuleikunum í Tokíó var frestað um eitt ár. Roth, sem var ráðinn til 15 mánaða, á að stýra landsliði Barein á HM í Egyptalandi í janúar og á Ólympíuleikunum í Tokíó á næsta sumri.
  • Roth hefur víða þjálfað. Hann var einnig lengst hjá Melsungen, frá 2010 til 2018. Síðast stýrði Roth Füchse Berlin í skamman tíma snemma árs áður en kórónaveiran setti strik í reikninginn en það var tímabundið verkefni meðan liðið var á milli þjálfara, ef svo má segja. Roth lék handknattleik á sínum yngri árum og var m.a. Í silfurliði Þýskalands á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.
  • Línumaðurinn sterki Stojance Stoilov veiktist af covid19 undir lok ágúst þegar lið hans, Evrópumeistarar Vardar, var að ljúka undirbúningi fyrir keppnistímabilið. Stoilov var eini maður liðsins sem veiktist. Fyrir vikið missir hann af fyrstu leikjum Vardar á tímabilinu. Hann varð þó sem betur fer ekki alvarlega veikur. Stoilov varð faðir nokkrum dögum áður en hann veiktist og mátti þar af leiðandi skiljanlega ekki hafa samband við eiginkonu sína og nýfætt barn þeirra né eldri börn meðan hann var í einangrun. Sem betur fer smitaði hann engan á heimili sínu.
Mynd/EPA
  • Slóveninn Vid Kavticnik færði á sig á milli félaga í Frakklandi í sumar. Eftir nokkra ára veru hjá PAUC Handball færði hann sig yfir í til USAM Nimes sem Ásgeir Örn Hallgrímsson lék með síðustu ár sín í Frakklandi áður en hann flutti heim til Íslands fyrir tveimur árum.
Mynd/EPA
  • Spænski línumaðurinn sterki, Julen Aguinagalde, yfirgaf pólsk meistarana Kielce í sumar eftir margra ára veru og  gekk til liðs við Bidasoa Irun sem hann lék með á sínum yngri árum.  Aguinagalde er orðinn 37 ára gamall. Bróðir hans, Gurutz að nafni, er framkvæmdastjóri Bidasoa Irun í Baskalandi um þessar mundir. Vafalaust hefur sú staðreynd átt sinn þátt í að Aguinagalde ákvað að semja við félagið.
  • Daninn Lasse Andersson samdi við Füchse Berlin eftir fjögurra ára veru hjá Barcelona. Landi hans Morten Olsen yfirgaf Þýskaland og félagið Hannover-Burgdorf og er orðinn samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG á Fjóni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -