- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra er þýskur bikarmeistari

Sandra Erlingsdóttir með þýska bikarinn og verðlaunapeninginn eftir að lið hennar, TuS Metzingen, varð bikarmeistari í Stuttgart í dag. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona er samningsbundin hjá, varð í fyrsta sinn þýskur bikarmeistari í handknattleik í dag. Sigurinn var óvæntur því liðið lagði Bietigheim sem haft hefur nokkra yfirburði í þýskum kvennahandknattleik síðustu árin. M.a. hafði Bietigheim unnið bikarkeppnina þrjú síðustu ár og leikið til úrslita sex ár í röð. TuS Metzingen komst í undanúrslit á síðasta ári en hefur ekki leikið til úrslita í sjö ár. Þar áður komst liðið í úrslit 1978, 1980.

Sandra er ólétt og hefur ekki leikið með TuS Metzingen síðan um áramótin. Hún var hinsvegar áköf í stuðningsveitinni og dró ekki af sér við hliðarlínuna í dag í úrslitaleiknum sem lauk með tveggja marka sigri, 30:28, í Porsche-Arena í Stuttgart að viðstöddum vel á fjórða þúsund áhorfendum.

Sandra var með í þremur fyrstu sigurleikjum Metzingen í bikarkeppninni fyrir áramót og átti þannig þátt í að ryðja brautina í úrslitaleikinn.

TuS Metzingen komst á dramatískan hátt í úrslitaleikinn í gær með sigri á Oldenburg, 31:30, eftir vítakeppni.

Kristbjörg bikarmeistari fyrir 47 árum

Eftir því sem næst verður komist er Kristbjörg Magnúsdóttir eina íslenska handknattleikskonan fram til þessa sem orðið hefur bikarmeistari í Þýskalandi. Hún vann bikarinn með TuS Eintracht Minden árið 1977. Kristbjörg varð þýskur meistari með TuS Eintracht Minden 1975 og aftur ári síðar. Íslensk kona hefur ekki leikið það eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -