- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra hóf tímabilið með stórleik á útivelli

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður TuS Metzingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir átti stórleik í gær þegar lið hennar Tus Metzingen vann Sport-Union Neckarsulm, 34:20, á útivelli í 1. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, en segja má að um grannaslag hafi verið að ræða. Bæði lið eru með bækistöðvar í suðurhluta Þýskalands.


Sandra var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu. Einnig átti Sandra fjórar stoðsendingar. Aðeins eitt skota Söndru í leiknum missti marks.

Næsti leikur Söndru og samherja verður við meistara Bietigheim á miðvikudagskvöld á heimavelli.

Mætt til leiks

Díana Dögg Magnúsdóttir, sem glímt hefur við afleiðingar þess að fara úr axlarlið í lok maí, náði að leika með samherjum sínum í BSV Sachsen Zwickau á heimavelli í gær í 12 marka tapi fyrir Blomberg-Lippe, 32:20. BSV Sachsen Zwickau var aðeins marki undir í hálfleik, 13:12.


„Við lékum fyrri hálfleikinn nokkuð vel en gerðum síðan marga slæma feila í byrjun seinni hálfleiks, fengum á okkur í kjölfarið hraðaupphlaup eftir hraðaupphlaup. Þar með var bara frekar erfitt að koma til baka,“ sagði Díana Dögg sem skoraði þrjú mörk í fjórum skotum, átti fjórar stoðsendingar auk þess að vera föst fyrir í vörninni vera m.a. einu sinni vikið af leikvelli.

„Ég kem hægt og rólega inn í leik liðsins. Ég er ekki alveg komin með kraftinn til að skjóta og er þar af leiðandi meira í aðstoða samherjana, búa til færi og klippa þær inn í leikinn,“ sagði Díana Dögg sem eins og Sandra stefnir á ná sæti í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í lok nóvember og framan af desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -