Sandra Erlingsdóttir og stöllur í EH Aalborg gerðu sér lítið fyrir og unnu SønderjkyskE, 30:28, á útivelli í kvöld í annarri viðureign liðanna um keppnisrétt í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Eftir tap á heimavelli á síðasta laugardag kom ekkert annað til greina en sigur hjá Álaborgarliðinu og knýja fram oddaleik á heimavelli. Það tókst með mikilli baráttu og dugnaði.
Sandra og félagar léku frábærlega í síðari hálfleik í leiknum í kvöld. Þær voru fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik. 16:14, en sneru taflinu við á eftirminnilegan hátt í síðari hálfleik, jafnt í vörn sem sókn.
Oddaleikur liðanna fer fram á sunnudaginn á heimavelli EH Aalborg.
Sandra skoraði fimm mörk og var næst markahæst í sínu liði.