- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra upp um tvö sæti – tap hjá Andreu og Díönu

Sandra Erlingsdóttir leikmaður Tus Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í TuS Metzingen hoppuðu upp um tvö sæti í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag með öruggum sigri á grannliðinu Sport-Union Neckarsulm, 30:25, á heimavelli í þriðja leiknum á viku. TuS Metzingen færðist upp í áttunda sæti með sigrinum eftir tvo tapleiki í röð.

Sandra skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu en hún er óðum að sækja í sig veðrið á handknattleiksvellinum.

Annar í röð

Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með tapaði með átta marka mun á útivelli fyrir meisturum HB Ludwigsburg, 32:24, í MHPArena, heimavelli Ludwigsburg. Blomberg-Lippe er fallið niður í sjötta sæti eftir að hafa verið í fjórða sæti fyrir jól.

Andrea skoraði þrjú mörk í dag, átti tvær stoðsendingar, skapaði fimm færi og vann þrjú vítaköst. Þar á ofan var ekki hjá því komist að víkja leikmönnum Ludwigsburg í tvígang af leikvelli eftir að þær stöðvuðu Andreu.

Díana Dögg náði ekki að skora. Hún átti tvær stoðsendingar, var með fjögur sköpuð færi, vann eitt vítakast, vann andstæðing einu sinni af velli, stal boltanum einu sinni og náði einu frákasti.

Spenna á toppnum

Spenna er hlaupin í keppni Dortmund og HB Ludwigsburg um efsta sætið. Dortmund tapaði í dag í fyrsta sinn á leiktíðinni og það fyrir Benhsheim-Auerbach, 30:25, í Dortmund. Þar með munar aðeins einu stigi á Dortmund og HB Ludwigsburg auk þess sem síðarnefnda liðið á leik til góða.

Fyrir utan einn leik sem fram fer í deildinni á morgun verður næsta umferð laugardaginn 4. janúar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -