- Auglýsing -

Sannfærandi sigur hjá meisturunum í Krikanum

- Auglýsing -


Íslandsmeistarar Fram unnu FH-inga, 29:25, í Kaplakrika í kvöld í viðureign liðanna í 1. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Sigurinn var afar sanngjarn. Framarar léku vel og voru yfirhöndina frá byrjun til enda, m.a. 16:12, að loknum fyrri hálfleik.

Ekki síst munaði um að markvarslan var mun betri hjá Fram en FH. Arnór Máni Daðason lokaði á köflum á leikmenn FH og þá aðallega í opnum færum.


Spilaðist nokkurn veginn eins og við vildum

Sóknarleikurinn gekk greiðlega með Rúnar Kárason og Marel Baldvinsson í aðalhlutverkum auk þess sem afar laust var um línumennina, Erlend Guðmundsson og Dag Fannar Möller.
Meira bit vantaði í sóknarleik FH sem að mestu var borinn uppi af ungum piltum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, alltént í burðarhlutverkum.

Allan síðari hálfleikinn virtist sem FH-liðið væri ekki líklegt til þess að jafna metin og ná að hleypa spennu í viðureignina.

Birkir Benediktsson og Leonharð Þorgeir Harðarson léku ekki með FH. Sá síðarnefndi verður tæplega með fyrr en í byrjun nóvember. Birkir sat í stúkunni og fylgdist með.

Verðum aðeins að leggjast yfir okkar leik


Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 5/2, Þórir Ingi Þorsteinsson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Garðar Ingi Sindrason 1, Einar Örn Sindrason 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1, Bjarki Jóhannsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 5, 20% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, 10%.

Mörk Fram: Rúnar Kárason 8, Ívar Logi Styrmisson 7/4, Marel Baldvinsson 5, Eiður Rafn Valsson 5, Dánjal Ragnarsson 2, Erlendur Guðmundsson 2.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 15, 37,5%:

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -