- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sara Dögg er langmarkahæst í Olísdeildinni

- Auglýsing -

Sara Dögg Hjaltadóttir handknattleikskona hjá ÍR er langmarkahæst í Olísdeild kvenna þegar níu umferðum af 21 er lokið. Hún hefur skorað 96 mörk, eða 10,7 mörk að jafnaði í leik og auk þess gefið 48 stoðsendingar í leikjunum níu með ÍR. Hún á stóran hlut í að ÍR-liðið er jafnt Val og ÍBV með 14 stig að loknum níu umferðum.


Sanda Erlingsdóttir í ÍBV er næst á eftir Söru Dögg með 75 mörk, 8,3 mörk að jafnaði í hverjum leik. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, sem eins og Sandra flutti heim í sumar, er í þriðja sæti með 68 mörk, 7,6 mörk að meðaltali í leik.

Hlé hefur verið gert á keppni í Olísdeild kvenna fram til 13. desember vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi og Hollandi eftir rúma viku.

Eftirtaldar hafa skorað 26 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna til þessa:

Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 96/36.
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV, 75/26.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Haukum, 68/17.
Natasja Hammer, Stjörnunni, 58/0.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, 53/0.

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram, 52/0.
Lovísa Thompson, Val, 48/0.
Tinna Valgerður Gísladóttir, KA/Þór, 47/33.
Mia Kristin Syverud, Selfossi, 46/5.
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR, 44/0.

Embla Steindórsdóttir, Haukum, 43/10.
Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram, 42/0.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val, 41/23.
Susanne Denise Pettersen, KA/Þór, 41/0.
Hulda Dagsdóttir, Fram, 40/21.

Hulda Dís Þrastardóttir, Selfossi, 39/29.
Vaka Líf Kristinsdóttir, ÍR, 38/2.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV, 38/0.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum, 35/1.
Amelía Dís Einarsdóttir, ÍBV. 33/0.

Trude Blestrud Hakonsen, KA/Þór, 33/0.
Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfossi, 30/1.
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjörnunni, 30/0.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val, 30/0.
Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Selfossi, 28/0.

Thea Imani Sturludóttir, Val, 28/0.
Aníta Björk Valgeirsdóttir, Stjörnunni, 28/21.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram, 28/0.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram, 27/9.
Anna Þyrí Halldórsdóttir, KA/Þór, 26/0.
Valgerður Arnalds, Fram, 26/0.
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, 26/0.

Heimild: HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -