- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Dögg fór á kostum og er markahæst

- Auglýsing -

Sara Katrín Gunnarsdóttir, leikmaður ungmennaliðs HK, slær ekki slöku við þessar vikurnar. Hún reimar ekki á sig handboltaskóna fyrir færri en 10 mörk í hverjum leik. Sara Katrín skoraði 11 mörk í gærkvöld þegar ungmennalið HK vann Fjölni-Fylki, 30:23, í Grill 66-deild kvenna en leikið var í Kórnum.


Sara Katrín hefur skoraði 105 mörk í 10 leikjum ungmennaliðs HK í deildinni og er markahæst í Grill 66-deildinni. Hún hefur skorað 15 mörkum fleiri en Erna Guðlaug Gunnarsdóttir úr ungmennaliði Fram.
HK var með fimm marka forskot, 15:10, að loknum fyrri hálfleik og hafði allt frá upphafi góð tök á viðureigninni.


HK hefur þar með 10 stig að loknum 10 leikjum í sjötta sæti deildarinnar. Fjölnir-Fylkir er næst neðstur með fjögur stig, einnig eftir 10 leiki.


Mörk HK U.: Sara Katrín Gunnarsdóttir 11, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 4, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Eva Hrund Harðardóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 2, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 2.


Mörk Fjölnis-Fylkis: Anna Karen Jónsdóttir 5, María Ósk Jónsdóttir 3, Svala Rún Þórisdóttir 3, Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen 2, Kristín Lísa Friðriksdóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 2, Azra Cosic 2, Kolbrún Jóna Helgadóttir 1, Ada Kozicka 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -