- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Katrín kemur í stað Jovicevic

Sara Katrín Gunnarsdóttir. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Sara Katrín Gunnarsdóttir leikur með Fram út keppnistímabilið sem lánsmaður frá HK. Hún kemur í stað Svartfellingsins Tamara Jovicevic en samningi hennar við Fram var rift um áramótin. Jovicevic gekk til liðs við Fram í haust en stóð ekki undir væntingum.


„Sara Katrín er fædd árið 2002 og spilar sem vinstri skytta og er einnig sterkur varnarmaður. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands við góðan orðstír. Hún var meðal annars markahæsti leikmaður Grill 66-deildarinnar 2021 með HK-U og var valin efnilegasti leikmaður og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram.


Sara Katrín hefur skorað 40 mörk í tíu leikjum með HK í Olísdeildinni fram til þessa á keppnistímabilinu. Hún hefur þegar fengið leikheimild með Fram og verður gjaldgeng með liðinu gegn Selfossi í Olísdeildinni á sunnudaginn í Úlfarsárdal.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -