- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sautján ára landslið karla fer á Ólympíuhátíðina

U17 ára landsliðið sem tók þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U17 ára landslið Íslands í handknattleik karla verður á meðal þátttakenda Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) sem fram fer í Maribor í Slóveníu frá 23. til 27. júlí næsta sumar. Frá þessu er greint á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í dag. Ísland átti einnig U17 ára landsliðs á hátíðinni sem haldin var í sumar sem leið og haldið var í Slóvakíu.


Á Ólympíuhátíðinni er keppt í 11 íþróttagreinum að handknattleik meðtöldum.


U17 ára landslið karla verður eitt sex landsliða í handknattleik sem tekur þátt í stórmótum á næsta ári. Í upphafi ársins tekur A-landsliðið þátt í HM í Svíþjóð og Póllandi. Næsta sumar rekur hvert mótið annað. Þess utan er A-landslið kvenna komið með þátttökurétt í umspili um sæti á HM 2023 og á þar von um að bætast í hóp landsliða sem taka þátt í stórmóti.


Stórmótin sjö sem íslensk handknattleiksliða taka þátt í á næsta ári:
A landslið karla – HM í Svíþjóð og Póllandi.
U-21 karla – HM í Þýskalandi og Grikklandi.
U-19 karla – HM í Króatíu.
U-17 karla – Opna Evrópumótið í Svíþjóð.
U-17 karla – Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF), í Slóveníu.
U-19 kvenna – EM í Rúmeníu.
U-17 kvenna – EM í N-Makedóníu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -