- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sebastian hefur verið ráðinn þjálfari Víkings

Sebastian Alexandersson, hefur verið ráðinn til Víkings. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Sebastian Popovic Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta til næstu tveggja ára. Hann tekur við af Jóni Brynjari Björnssyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin tvö ár. Fram kemur í tilkynningu Víkings í kvöld að Sebastian sé ætlað að koma Víkingi upp í Olísdeild, „á þann stað sem það á heima,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni.

Sebastian er þrautreyndur þjálfari sem hefur undanfarin þrjú ár ásamt Guðfinni Kristmannssyni þjálfað karlalið HK og þar á undan voru þeir með karlalið Fram. Sebastian var einnig um árabil með Selfoss og var um tíma þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

Kvennalið Víkings náði í vetur sínum besta árangri í ríflega áratug undir stjórn Jóns Brynjars sem hafði hinn þrautreynda þjálfara Andrés Gunnlaugsson sér við hlið. Liðið hafnaði í þriðja sæti Grill 66-deildarinnar og lék við Gróttu í umspili Olísdeildar sem var framar því sem reiknað var með en Víkingi var t.d. spáð 5. sæti í árlegri spá fyrir tímabilið.

Úr átta í tuttugu

Jón Brynjar segir á Facebook í kvöld að þegar hann tók við þjálfun Víkings fyrir tveimur árum hafi átta leikmenn verið í hópnum. Nú séu þeir um 20.

„Víkingur þakkar Jóni Brynjari Björnssyni og Andrési Gunnlaugssyni aðstoðarþjálfara fyrir ómetanlegt framlag þeirra í vegferð kvennaliðs Víkings á leið þess í hóp þeirra bestu,“ segir í tilkynningu Víkings.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -