- Auglýsing -
- Auglýsing -

Segja Egypta fara á svig við eigin ákvörðun

Hluti af áhorfendum á leiknum í Cario Stadium Sport Hall í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska Ekstra bladet slær því upp í kvöld að Egyptar hafi þverbrotið eigin reglur um áhorfendur á upphafsleik heimsmeistaramótsins, á milli landsliða Egypta og Chilebúa. Telur Ekstra bladet að a.m.k. 1.000 áhorfendur hafi verið á leiknum, þar af um 100 í heiðursstúkunni. Meðal almennra áhorfenda hafi lítt eða ekkert verið hirt um fjarlægðamörk og að grímunotkun hafi verið ábótavannt. Betra ástand var í heiðurstúkunni þar sem forseti Egyptalands, Abdel Fatah al-Sisi, sat ásamt fríðu föruneyti auk forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassan Moustafa. Meðal þeirra hafi fjarlægðmörk verið viðunandi og grímunotkun almenn.


Á sunnudaginn var tilkynnt að leikir heimsmeistaramótsins færu fram fyrir luktum dyrum. Ljóst má vera að svo var ekki á leiknum í kvöld sem fram fór í Cario Stadium Sport Hall sem rúmar 16.000 manns í sæti.

Upphaflega átti að selja í 30% sætanna en það hlutfall var síðar fært niður í fimmtung. Í kjölfar víðtækra mótmæla leikmanna og þjálfara á dögunum var hætt við allt saman og samþykkt að leika fyrir luktum dyrum sem varð ekki raunin í kvöld.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvort áhorfendur verða á leikjum morgundagsins en þá eiga eftirtaldir leikir að fara fram:

14.30 Hvíta-Rússland – Rússland – H-riðill
17.00 Alsír – Marokkó – F-riðill
17.00 Austurríki – Sviss – E-riðill
17.00 Slóvenía – Suður-Kórea – H-riðill
19.30 Ísland – Portúgal – F-riðill
19.30 Noregur – Frakkland – E-riðill
19.30 Svíþjóð – Norður-Makedónía – G-riðill

Næsti leikur Egypta verður á laugardaginn í sömu höll. Þá mæta þeir landsliði Norður-Makedóníu sem var kallað inn í keppnina í gærkvöld eftir að öll sund lokuðust fyrir tékkneska landsliðinu vegna kórónuveirusmita.

Abdel Fattah Al-Sisi, forseti Egyptalands, fyrir miðri mynd, var á leiknum í kvöld og hélt stutt ávarp áður en mótið var formlega sett. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -