- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sekt fyrir að hundsa reglur um bíkinibuxur

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska kvennalandsliðið í strandhandknattleik stóð í deilum við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, vegna stuttbuxna sem liðinu var skylt að klæðast í kappleikjum á Evrópumeistaramótinu í strandhandknattleik sem lauk í gær í Varna í Búlgaríu. Nú hefur norska liðið verið sektað fyrir að brjóta reglurnar.


Norska liðið mótmælti að kvenfólki sem keppti á mótinu var gert að leika í bikínibuxum á sama tíma og karlar áttu að leika í hefðbundnum stuttbuxum eins og þeim sem leikið er í handknattleik innandyra.

Kvartanir norska liðsins voru ekki teknar til greina meðan á mótinu stóð. Norsku konurnar svöruðu með því að hundsa bikínibuxurnar í gær þegar þær léku um 3. sæti mótsins við Spán. Mættu þær allar í hefðbundnum stuttbuxum. Klæðnaður þeirra norsku var litinn alvarlegum augum af hálfu aganefndar EHF sem samþykkti í dag að liðið yrði sektað um 1.500 evrur, jafnvirði 222.000 króna eða sem nemur 150 evrum á hvern leikmann fyrir brot á reglunum.

Eftir því sem næst verður komist er hafin umræða innan EHF um breytingar á reglunum um klæðnað keppenda í strandhandknattleik enda þykja þær vera arfur liðins tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -