- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss hirti bæði stigin í háspennuleik

Alexander Már Egan og félagar í liði Selfossi fögnuðu sigri í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir æsispennandi lokamínútur þá luku leikmenn Selfoss síðasta leik sínum í Olísdeild karla í handknattleik á árinu með naumum sigri á Fram, 28:27, í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss hefur þar með 15 stig eftir 13 leiki í sjötta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Val sem á tvo leiki til góða. Fram er í níunda sæti með 10 stig.


Tryggvi Þórisson skoraði 28. mark Selfoss þegar um hálf önnur mínúta var til leiksloka og kom liðinu yfir, 28:27. Bæði lið fengu tækifæri til þess að bæta við en allt kom fyrir ekki. M.a. varði hinn þrautreyndi markvörður Fram, Magnús Gunnar Erlendsson, vítakast þegar innan við hálf mínúta eftir. Framarar áttu síðasta markskot leiksins en skot Sigurðar Arnar Þorsteinssonar eftir að leiktíminn var úti hafnaði í varnarvegg Selfoss.

Selfoss var yfir, 15:11, í hálfleik. Framarar sóttu mjög í sig veðrið í síðari hálfleik en heppnin var að einhverju leyti á bandi heimaliðsins þegar upp var staðið í þessum bráðskemmtilega leik í Sethöllinni.

Guðmundur Hólmar Helgason lék með Selfossi á ný eftir að hafa setið hjá gegn FH vegna meiðsla. Hann var aðsópsmestur leikmanna liðsins.

Mörk Selfoss: Guðmundur Hólmar Helgason 9/2, Tryggvi Þórisson 5, Einar Sverrisson 5/1, Ragnar Jóhannsson 3, Alexander Már Egan 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Hergeir Grímsson 1, Karolis Stropus 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 10, 30,3% – Sölvi Ólafsson 1, 20%.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Breki Dagsson 6/1, Vilhelm Poulsen 4/1, Rógvi Dahl Christiansen 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Kristófer Andri Daðason 2, Þorvaldur Tryggvason 1, Arnar Snær Magnússon 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 7/2, 36,8% – Valtýr Már Hákonarson 3, 21,4% – Arnór Máni Daðason 0.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -