Selfoss treysti stöðu sína í fjórða sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í gærkvöld með því að vinna Stjörnuna, 27:22, í Sethöllinni á Selfoss. Selfoss hefur þar með 13 stig í fjórða sæti, er þremur stigum á undan Stjörnunni sem er í fimmta sæti. Staðan í hálfleik var 15:10 Selfossi í hag.
Eftir jafnar upphafsmínútur náði Selfoss fimm marka forskoti, 9:4, rétt upp úr miðjum fyrri hálfleik. Liðið skoraði þá sex mörk í röð gegn aðeins einu marki Stjörnunni. Á þessu kafla má segja að allt hafi farið í skrúfuna hjá Stjörnukonum.
Leikmenn Stjörnunnar hertu upp hugann í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar á leið leikinn, 22:20. Nær komust þær ekki. Selfoss skoraði þrjú síðustu mörkin og vann með fimm marka mun, 27:22.
Síðasti leikur 13. umferðar Olísdeildar fer fram í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV fær Fram í heimsókn í íþróttamiðstöðina. Flautað verður til leiks klukkan 13.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 5, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdótti 12, 35,3%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 7, Embla Steindórsdóttir 7/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 9, 37,5% – Aki Ueshima 3, 20%.