- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss treystir stöðu sína – úrslit leikja dagsins

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Selfoss heldur áfram að treysta stöðu sína í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik. Í dag vann Selfoss ungmennalið Fram örugglega í Set-höllinni á Selfossi, 31:22, eftir að hafa verið níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:8.


Selfoss hefur þar með þriggja stiga forskot á ÍR sem er í öðru sæti þegar liðin eiga hvort um sig tvo leiki eftir óleikna. FH er í þriðja sæti og Grótta í fjórða sæti eftir nauman sigur á ungmennaliði Stjörnunnar í dag, 31:30 í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.


Fjórir leikir fóru fram í Grill66-deild kvenna í dag. Úrslit þeirra og markaskorarar eru hér fyrir neðan.


Selfoss – Fram U. 31:22 (17:8).
Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 6, Inga Sól Björnsdóttir 6, Roberta Strope 4, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 3, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1, Katrín Una Hólmarsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Mörk Fram U.: Svala Júlía Gunnarsdóttir 6, Sara Rún Gísladóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Dagmar Pálsdóttir 3, Íris Anna Gísladóttir 2, Elín Ása Bjarnadóttir 1, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Eydís Pálmadóttir 1, Margrét Castillo 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1.


Grótta – Stjarnan U. 31:30 (17:18).
Mörk Gróttu: Rut Bernódusdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Valgerður Helga Ísaksdóttir 5, Anna Katrín Stefánsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 4, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 4, Helga Guðrún Sigurðardóttir 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Nína Líf Gísladóttir 1.
Mörk Stjörnunnar U.: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 11, Katla María Magnúsdóttir 7, Adda Sólbjört Högnadóttir 4, Ásthildur Bjarkadóttir 4, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Thelma Sif Sófusdóttir 2.


HK U – Valur U 30:26 (14:12).
Mörk HK U.: Embla Steindórsdóttir 11, Telma Medos 4, Amelía Laufey Miljevic 4, Kristín Guðmundsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.
Mörk Vals U.: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Hanna Karen Ólafsdóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 4, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 1.


ÍBV U – Fjölnir/Fylkir 30:19 (17:11).
Mörk ÍBV: Aníta Björk Valgeirsdóttir 8, Ingibjörg Olsen 7, Sara Dröfn Richardsdóttir 4, Sunna Daðadóttir 3, Sara Sif Jónsdóttir 3, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Ólöf María Stefánsdóttir 2
Mörk Fjölnis/Fylkis: Katrín Erla Kjartansdóttir 5, Ada Kozicka 4, Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen 4, Telma Sól Bogadóttir 3, Azra Cosic 1, Nína Rut Magnúsdóttir 1, Sara Lind Stefánsdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -