- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann bikarinn í 3. flokki karla

Bikarmeistarar Selfoss í 3. flokki karla hressir eftir sigurinn í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Selfoss er bikarmeistari í 3. flokki karla í handknattleik eftir sex marka sigur á Fram í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins í kvöld á Ásvöllum, 32:26. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 14:14.


Fram byrjaði báða hálfleika betur en Selfoss-liðið. M.a var Fram yfir, 8:4, snemma leiks en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir. Piltarnir frá Selfossi náðu þriggja marka forskoti rétt fyrir miðjan síðari hálfleik. Eftir það gáfu þeir ekkert eftir og Framarar máttu játa sig sigraða.

Jón Þórarinn Þorsteinsson t.h. ásamt Heimi Ríkarðssyni þjálfara U18 ára landsliðsins. Heimir veittir verðlaun að loknum úrslitaleiknum á Ásvöllum í kvöld. Mynd/HSÍ


Markvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson, sem á dögunum var valinn í æfingahóp U20 ára landsliðsins, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.


Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 12, Sigurður Snær Sigurjónsson 7, Hans Jörgen Ólafsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Valdimar Örn Ingvason 2, Árni Ísleifsson 2, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.


Mörk Fram: Reynir Stefánsson 11, Eiður Rafn Valsson 6, Arnþór Sævarsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Kristján Örn Stefánsson 2, Daníel Stefán Reynisson 1.

Leikmenn bikarmeistarar Selfoss í 3. flokki karla eru:

Ísak Kr. Jónsson, Jón Þórarinn Þorsteinsson, Elvar Elí Hallgrímsson, Valdimar Örn Ingvason, Sæþór Atlason, Sigurður Snær Sigurjónsson, Daníel Þór Reynisson, Ísak Gústafsson, Jónas Karl Gunnlaugsson, Sverrir Steindórsson, Gunnar Kári Bragason, Hans Jörgen Ólafsson, Arnar Daði Brynjarsson, Árni Ísleifsson.

Þjálfarar: Þórir Ólafsson og Örn Þrastarson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -