- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingarnir létu til sín taka

Luka Maros, leikmaður Kadetten og Ýmir Örn Gíslason í viðureign Kadetten og Rhein-Neckar Löwen í Evrópudeildinni á dögunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon átti annan stórleikinn í röð fyrir Magdeburg í kvöld þegar liðið vann Montpellier, 32:30, í Frakklandi í viðureign liðanna í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. Ómar Ingi skoraði 10 mörk og var allt í öllu hjá Magdeburg sem er efst í riðlinum með 12 stig að loknum sjö umferðum.


Fyrrverandi sveitungi Ómars Inga frá Selfossi, Teitur Örn Einarsson, lék einnig afar vel fyrir Kristianstad þegar liðið vann ævintýralegan sigur á Dinamo Búkarest í B-riðli keppninnar, 29:28. Leikmenn Kristianstad skoruðu þrjú síðustu mörkin í Búkarest og var eitt þeirra skorað af Teiti Erni sem gerði alls sex mörk. Ólafur Andrés skoraði í tvígang.


Í sama riðli steinlágu Aron Dagur Pálsson og samherjar í Alingsås fyrir CSKA Moskvu, 31:23, eftir að leikmenn Alingsås höfðu kastað öllum vonum sínum út um gluggann strax í fyrri hálfleik þegar þeir skoruðu aðeins fimm mörk gegn 16 frá leikmönnum CSKA. Aron Dagur skoraði tvö mörk.


Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG töpuðu naumlega fyrir Eurofarm Pelister í skítkaldri íþrótthöllinni í Bitola í Norður-Makedóníu, 32:31, í hörkuleik. GOG var yfir í hálfleik, 16:15. Viktor Gísli náði sér ekki á strik í kuldanum og varði fjögur skot þann tíma sem hann var í marki dönsku bikarmeistaranna.


Ýmir Örn Gíslason skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann Tatabanya frá Ungverjalandi í Mannheim í kvöld, 37:30. Rhein-Neckar Löwen er í D-riðli keppninnar eins og GOG og stendur afar vel að vígi í efsta sæti án taps eftir sjö leiki.


Kadetten Shaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, vann góðan sigur á heimavelli á Trimo Trebnje frá Króatíu, 24:21, eftir að hafa verið undir að loknum fyrri hálfleik, 12:10.

A-riðill:
Medvedi – Aon Fivers 30:25 (19:12)
Wisla Plock – Metalurg Skopje 35:20 (16:10)
Staðan:
Wisla Plock 14(7), Ademar 9(6), Medvedi 6(5), Toulouse 4(6), Aon Fivers 4(8), Metalurg Skopje 1(6).

B-riðill:
D.Búkarest – Kristianstad 28:29 (14:12)
Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson tvö.
F.Berlin – Nimes 34:34 (16:17)
Presov – Sporting 24:21 (12:13)
Staðan:
F.Berlin 10(6), Kristianstad 10(8), Nimes 9(7), Sporting 6(6), Dinamo Búkares 3(6), Presov 2(7).

C- riðill:
Alingsås (Aron Dagur) – CSKA 23:31 (5:16)
Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk fyrir Alingsås.
Besiktas – Nexe 25:31 (10:14)
Montpellier – Magdeburg 30:32 (15:16)
Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki að þessu sinni.
Staðan:
SC Mageburg 12(7), Montpellier 8(5), CSKA 8(5), Nexe 8(8), Alingsås 4(7), Besiktas 0(8).

D-riðill:
Eurofarm Pelister – GOG 32:31 (15:16)
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot, 18%, fyrir GOG.
Kadetten – Trimo Trebnje 24:21 (10:12)
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten.
Rhein-Neckar Löwen – Tatabanya 37:30 (20:13)
Ýmir Örn Gíslason skoraði fimm mörk fyrir RNL.
Staðan:
RN-Löwen 13(7), Eurofarm Pelister 9(8), GOG 8(7), Kadetten 6(6), Trimo Trebnje 4(5), Tatabanya 0(7).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -