Seltirningurinn Viggó Kristjánsson var kjörinn leikmaður mánaðarins í þýsku 1. deildinni í handknattleik fyrir nóvembermánuð. Viggó, sem er leikmaður Stuttgart, fékk 48% greiddra atkvæða á heimasíðu deildarinnar, um 17 þúsund atkvæði. Martin Hanne, leikmaður Hannover-Burgdorf, varð annar með um 41%. Hinir fjórir sem hægt var að kjórsa fengu sárafá atkvæði.
Viggó hefur slegið í gegn í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni og er nú næst markahæsti maður deildarinnar með 83 mörk í 11 leikjum, einu marki á eftir Robert Weber, Nordhorn.
Viggó skoraði 32 mörk og átti 11 stoðsendingar í leikjum með Stuttgart í nóvember. Honum brást ekki boglistin í einu vítakasti á tímabilinu. Flest mörk í einum leik skoraði Viggó gegn Flensburg, 11.
Hér fyrir neðan brot af því besta með Viggó í nýliðnum mánuði.