- Auglýsing -
Handknattleikskonan Stefanía Theodórsdóttir hefur samið við kvennalið Stjörnunnar til ársins 2024. Mun hún styrkja liðið töluvert fyrir komandi átök en Stefanía var í barnsburðarleyfi á síðasta keppnistímabili. Stefanía þekkir TM-höllina mjög vel enda hefur hún spilað með meistaraflokki Stjörnunnar frá 17 ára aldri.
Stefanía er 24 ára gömul og er uppalin í Garðabænum. Hún er vinstri hornamaður og hefur spilað með flestum yngri landsliðum Íslands. Hún var í U-20 ára landsliði Íslands og hefur spilað með A-landsliði Íslands.
„Stefanía er hvetjandi, ákveðin og dugleg, hún passar vel inn í hópinn og er góður liðsmaður,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar.
- Auglýsing -