- Auglýsing -
Serbneska kvennalandsliðið hætti í snatri við brottför frá heimalandi og til Danmerkur í gær eftir að smit kórónuveiru kom upp í hópnum. Stefnt er að liðið fari til Danmerkur á morgun. Fyrsti leikur Serba á EM verður á föstudagskvöld gegn heimsmeisturum Hollands. Nokkurs titrings gætir innan hópsins vegna tíðindanna.
Serbneska landsliðið hefur undanfarna viku dvalið í æfingabúðum í bænum Stara Pazova, sem er nánast miðja vegu milli Belgrad og Novi Sad. Liðið mun dvelja áfram í Stara Pazova þar sem reynt verður að æfa auk þess sem allir innan hópsins fara áfram daglega í skimun.
Ekki hefur verið upplýst hversu margir greindust smitaðir við skimun í gærdag. Vefmiðillinn Balkanhandball greindi frá þessu.
- Auglýsing -