José Ignacio Prades landsliðsþjálfari Serbíu í handknattleik kvenna hefur valið 18 leikmenn til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst síðar í þessum mánuði. Serbneska landsliðið verður í riðli með íslenska landsliðinu og mætast liðin í annarri umferð riðlakeppninnar föstudaginn 28. nóvember í Porsche Arena í Stuttgart.
Áður en serbneska landsliðið tekur þátt í HM verður það með í fjögurra liða móti á eyjunni Sotra í Noregi frá 20. til 23. nóvember. Norska, ungverska og spænska landsliðið taka einnig þátt í mótinu.
Tólf af 18 leikmönnum serbneska hópsins leika utan heimalandsins. Athygli vekur að línukonan Dragana Cvijic er í serbneska landsliðinu eftir sex ára fjarveru. Hún gaf kost á sér á ný þegar Spánverjinn Prades var ráðinn landsliðsþjálfari fyrr á þessu ári. Cvijic er þrautreynd og var m.a. í silfurliði Serba á HM 2013.
Markverðir:
Jovana Risovic, Krim Mercator, Slóvenía.
Gordana Petkovic, Rauða stjarnan, Serbía.
Marijana Ilic, Halle Neustadt, Þýskaland.
Aðrir leikmenn:
Sanja Radosavljevic, Lubin, Pólland.
Aleksandra Stamenic, Rauða stjarnan, Serbía.
Katarina Krpež-Slezak, CSM Corona Brasov, Rúmenía.
Dunja Radević, OTP Group Budućnost, Svartfj.land.
Dragana Cvijic, FTC Rail Cargo, Ungverjaland.
Katarina Bojicic, SCM Craiova, Rúmenía.
Vladana Mitrovic, Naisa, Serbía.
Tamara Mandić, Naisa, Serbía.
Aleksandra Vukajlović, CSM Slatina, Rúmenía.
Sara Garović, Rauða stjarnan, Serbía.
Anšela Janjušević, HC Dunarea Braila, Rúmenía.
Jovana Jovović, DVSC Schaeffler, Ungverjaland.
Jovana Skrobić, Rauða stjarnan, Serbía.
Emilija Lazić, Alba Fehervar, Ungverjaland.
Dunja Tabak, Lokomotiva Zagreb, Króatía.
Fyrsti andstæðingur Íslands á HM hefur valið keppnishópinn



