- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Serbar óska eftir boðskorti á HM 2025

Serbneska karlalandsliðið sem tapaði naumlega fyrir Spánverjum í umspili HM 2025. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Serbíu hefur sent ósk til stjórnar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að svokallað wild card, eða boðskort, komi í hlut serbneska karlalandsliðsins þegar stjórnin ákveður hver hreppir hnossið áður en dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið 2025. Dregið verður í riðla 29. maí í Zagreb í Króatíu en mótið verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi í janúar á næsta ári. Öðru af tveimur boðskortum er óráðstafað.

Uppfært 14.maí: Handknattleikssambönd Sviss og Svartfjallalands hafa staðfest að þau hyggist sækja um wild card, eða boðskort.

Serbar töpuð með einu marki samanlagt fyrir Spánverjum í tveimur umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið, 54:53. Serbar telja sig þar með eiga góða möguleika á að öðlast boðskortið eða sérstakt keppnisleyfi eins og það hefur einnig verið kallað á okkar ástkæra og ylhýra máli.

Eflaust verða fleiri en Serbar um hituna enda ekki þeir einu sem töpuðu með minnsta mun í umspilinu sem lauk í gær.

Tvö boðskort til Bandaríkjanna

Stjórn IHF á óráðstafað öðru boðskorti sínu vegna HM karla 2025. Hitt boðskortið, wild card, hefur þegar verið sent til Bandaríkjanna sem liður í aðstoð vegna undirbúnings bandaríska landsliðsins fyrir Ólympíuleikana 2028 sem haldnir verða í Los Angeles. Reyndar hafa Bandaríkin einnig fengið boðskort vegna HM 2027 af sömu ástæðu og vegna mótsins 2025.

Stjórn IHF mun tilkynna skömmu áður en dregið verður 29. maí hvaða þjóð dettur í lukkupottinn og hreppir lausa boðskortið vegna HM 2025.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -