- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sextán mörk frá Selfossi í Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Selfyssingarnir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason skoruðu sextán mörk í kvöld og voru markahæstu leikmenn Evrópumeistara SC Magdeburg á Porto á heimavelli í kvöld í 5. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla, 37:33.


Ómar Ingi skoraði níu mörk og átti þrjár stoðsendingar en Janus Daði fylgdi fast á eftir með sjö mörk og eina stoðsendingu. Magdeburg var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17.

Magdeburg er í fjórða sæti B-riðils með sex stig að loknum fimm leikjum. Liðið er fjórum stigum á eftir Barcelona sem er efst.

Nikolaj Læsö skoraði níu mörk og var markahæstur hjá Porto. Pedro Valdés var næstu með fimm mörk.

Þriðji Selfyssingurinn, Haukur Þrastarson, skoraði eitt mark fyrir Industria Kiele á heimavelli í jafntefli við ungverska liðið Pick Szeged. Eftir nokkra skelli á útivelli í Meistaradeildinni á leiktíðinni þá tókst leikmönnum Szeged að halda sjó að þessu sinni. Þeir voru m.a. marki yfir í hálfleik, 15:14.

Nokkrir leikmenn Kielce er meiddir um þessar mundir sem kemur niður á getu þess um þessar mundir.

Arkadiusz Moryto skoraði sex mörk fyrir Kielce og Szymon Sicko var næstur með fimm mörk.

Serbinn Luka Stepancic var markahæstur hjá Pick Szeged með sex mörk. Mario Sostaric og Dean Bombac skoruðu fjórum sinnum hvor.

Fyrri í kvöld voru þrír leikir:

Staðan í A- og B-riðlum:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -