Grótta lagði Fram 2 í upphafsleik 7. umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 34:24. Síðar í dag vann FH annan leik sinn í deildinni er liðið lagði Val 2, 26:24, í N1-höllinni á Hlíðarenda.
Grótta er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir HK sem á leik til góða gegn Fjölni á þriðjudagskvöld.
Eins og stundum áður þá munaði mjög um frammistöðu Szonja Szöke í marki FH þegar liðið lagði Val 2 á Hlíðarenda. Szöke varði 14 skot og fylgdi eftir stórleik sínum gegn Stjörnunni í bikarkeppninni í vikunni.
Laufey Helga Óskarsdóttir bar uppi leik Vals 2 og skoraði 10 mörk.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Grótta – Fram 2 34:24 (16:12).
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 11, Elísabet Ása Einarsdóttir 5, Katrín S. Scheving Thorsteinsson 5, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 4, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Arndís Áslaug Grímsdóttir 1, Kristín Fríða Sc. Thorsteinsson 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Svandís Birgisdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 8, Anna Karólína Ingadóttir 7.
Mörk Fram 2: Sara Rún Gísladóttir 9, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 5, Birna Ósk Styrmisdóttir 4, Íris Anna Gísladóttir 4, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 7, Þórdís Idda Ólafsdóttir 1.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Valur 2 – FH 24:26 (10:16).
Mörk Vals 2: Laufey Helga Óskarsdóttir 10, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 3, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 1, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Lena Líf Orradóttir 1, Katla Margrét Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Iðunn Erla Mýrdal Helgadóttir 7, Oddný Mínervudóttir 3.
Mörk FH: Eva Guðrúnardóttir Long 5, Telma Medos 5, Thelma Dögg Einarsdóttir 5, Elísa Björt Ágústsdóttir 4, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 3, Dagný Þorgilsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2.
Varin skot: Szonja Szöke 14.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.





