- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigrarnir féllu Eyjamönnum og Mosfellingum í skaut

Blær Hinriksson og félagar í Aftureldingu unnu stórsigur á KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV knúði fram sigur gegn harðsnúnum Stjörnumönnum í Olísdeild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 33:31, í hörkuleik og hafa þar með þrjú stig að loknum tveimur umferðum. Stjarnan var tveimur mörkum undir í hálfleik, 18:16, eftir að hafa verið yfir framan af áður en Eyjamenn vöknuðu upp við vondan draum. Stjörnumenn sóttu hart að leikmönnum ÍBV í síðari hálfleik en vantaði herslumuninn upp á að öngla í annað stigið.

Í hinni viðureign kvöldsins í Olísdeildinni gerði Afturelding góða ferð í N1-höllina í heimsókn til Vals og fór heim í Mosfellsbæ með tvö stig, þau fyrstu á keppnistímabilinu. Lokatölur, 34:31. Afturelding var aðeins marki yfir í hálfleik, 16:15. Nokkuð sem ekki endurspeglaði leikinn því Afturelding var með gott forskot lengst af, m.a. 14:9, eftir 20 mínútur.

Fyrri hluti síðari hálfleiks var jafn en þegar kom inn á síðari helminginn voru Mosfellingar sterkari. Þeir léku góða vörn, 3/2/1 og gerðu færri mistök í sóknarleiknum. Unga stórskyttan Ævar Smári Gunnarsson skoraði mikilvæg mörk með þrumufleygum og sýndi hvers hann er megnugur. Það var hinsvegar Blær Hinriksson sem sá til þess að tryggja sigurinn á síðustu mínútunum þegar Valsmenn voru að nálgast Mosfellinga. Blær skoraði 32. og 33. mark Mosfellinga sem voru afar mikilvæg, ekki síst það fyrra sem hann skoraði eftir að hafa náð frákasti eftir skot í þverslá. Blær var besti leikmaður Aftureldingar.

Bjarni í Selvindi var aðalmaðurinn hjá Val með 11 mörk en margir aðrir náðu sér ekki á strik.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍBV – Stjarnan 33:31 (18:16).
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 7/4, Andri Erlingsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 6, Gauti Gunnarsson 5, Daniel Esteves Vieira 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Elís Þór Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6/1, 21,4% – Pavel Miskevich 0.
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 7/1, Jóel Bernburg 6, Sveinn Andri Sveinsson 3, Benedikt Marinó Herdísarson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Daníel Karl Gunnarsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 2, Jóhannes Björgvin 2, Ísak Logi Einarsson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 8, 23,5% – Daði Bergmann Gunnarsson 2, 25%.

Tölfræðin hjá HBStatz.

Valur – Afturelding 31:34 (15:16).
Mörk Vals: Bjarni Selvindi 11/2, Andri Finnsson 3, Ísak Gústafsson 3, Viktor Sigurðsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Alexander Peterson 3, Miodrag Corsovic 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Gunnar Róbertsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 19%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 9, Birgir Steinn Jónsson 6, Hallur Arason 6, Ævar Smári Gunnarsson 4, Ihor Kopyshynskyi 3/1, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Stefán Magni Hjartarson 1, Harri Halldórsson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 7, 24,1% – Einar Baldvin Baldvinsson 2, 18,2%.

Tölfræðin hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Olísdeild karla – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -