- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigríður sögð ætla að hætta í lok tímabilsins

Sigríður Hauksdóttir leikmaður Vals er sögð ætla að láta staðarnumið handboltavellinum þegar keppnistímabilinu lýkur. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Sigríður Hauksdóttir vinstri hornakona Íslands- og deildarmeistara Vals, ætlar að rifa seglin í lok leiktíðar. Þetta hefur mbl.is eftir Guðríði Guðjónsdóttur móður Sigríðar í morgun. Framundan eru tveir úrslitaleikir í Evrópubikarkeppninni hjá Sigríði og stöllum í Val og eftir þá úrslitaleikir við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrri úrslitaleikurinn í Evrópubikarkeppninni gegn BM Porriño fer fram á Spáni á morgun, laugardag.


Auk Sigríðar kom fram á dögunum að Hildigunnur Einarsdóttir samherji Sigríðar hjá Val hyggst einnig leggja skóna á hilluna þegar keppnistímabilinu lýkur.

Sigríður gekk til liðs við Val fyrir þremur árum eftir að hafa leikið með HK um árabil. Síðan hefur hún unnið Íslandsmeistartitilinn tvisvar með Val, einu sinni orðið bikarmeistari og deildarmeistari Olísdeildar í tvígang.

Þriðja kynslóð

Sigríður hefur leikið 21 A-landsleik og skorað í þeim 49 mörk. Hún er þriðja kynslóð landsliðskvenna. Amma hennar og nafna, Sigríður Sigurðardóttir, lék með landsliðinu og Val um árabil og varð Norðurlandameistari 1964 og Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna sama ár. Guðríður, dóttir Sigríður Sigurðardóttir og móðir Sigríðar Hauksdóttir, er ein sigursælasta og fremsta handknattleikskona Íslands. Guðríður lék 80 landsleiki og skoraði 372 mörk og varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -