- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigríður stýrði Gróttu til sigurs gegn FH

Eva Gísladóttir, FH, að komast í marktækifæri í leiknum við Gróttu í gærkvöld. Eva skoraði þrjú mörk. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Grótta vann FH í hörkuleik í Kaplakrika í gærkvöld í upphafsleik 12. umferðar Grill 66-deildar kvenna, 24:21, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9. Þetta var fyrsti leikur Gróttu eftir að Gunnar Gunnarsson þjálfari sagði starfi sínu lausu í síðustu viku vegna anna í öðrum störfum. Sigríður Unnur Jónsdóttir stýrði Gróttuliðinu í gærkvöldi. Hún starfaði við hlið Gunnars og ljóst virðist að hún hefur tekið upp þráðinn þar sem Gunnar lagði hann niður.


Með sigrinum færðist Grótta upp í annað sæti Grill 66-deildar með 16 stig eftir 11 leiki og er stigi fyrir ofan Aftureldingu sem á tvo leiki til góða. FH er með 10 stig.


Staðan í Grill 66-deild kvenna.


Gróttuliðið tók fljótlega leikinn í sínar hendur í gærkvöld og var með gott forskot allan fyrri hálfleik. FH-ingar reyndu að snúa við taflinu í síðari hálfleik en tókst ekki þrátt fyrir ákafar tilraunir.


Mörk FH: Ragnhildur Edda Þórðardóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Emma Havin Sardardóttir 3, Eva Gísladóttir 3, Telma Medos 2, Karen Hrund Logadóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 8.

Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Rut Bernódusdóttir 4, Katrín S. Thorsteinsson 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Valgerður Helga Ísaksdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 9.

Katrín Helga Sigurbergsdóttir sækir að marki FH. Mynd/J.L.Long

Fyrsti sigur Vals U

Ungmennalið Vals vann sinn fyrsta leik í Grill 66-deildinni í gærkvöld er það mætti Fjölni/Fylki í Dalhúsum. Sigurinn var afar öruggur en 12 mörkum munaði á liðunum þegar upp var staðið, 32:20. Valur var sjö mörkum yfir, 17:10, að loknum fyrri hálfleik.


Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Sara Björg Davíðsdóttir 4, Ada Kozicka 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 2, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 2, lma Sól Bogadóttir 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 11, Harpa Rún Friðriksdóttir 2.

Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 7, Ásrún Inga Arnarsdóttir 7, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 4, Brynja Katrín Benediktsdóttir 4, Kristbjörg Erlingsdóttir 4, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 7.


Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -