- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur nægði Fram ekki – úrslit leikja dagsins

Árni Bragi Eyjólfsson, KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrátt fyrir kraftmikinn og góðan leik gegn Gróttu, 32:20, á heimavelli í dag þá nægir það Framliðinu ekki til þess að öðlast sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Framarar verða að bíta í hið súra epli að hafna í níunda sæti deildarinnar. Afturelding, sem var eina liðið sem Fram gat náð að stigum og haft sætaskipti við í áttunda sæti á lokasprettinum, önglaði í eitt stig í heimsókn sinni til ÍBV í dag, 27:27. Þar með er þriggja stiga munur á Aftureldingu og Fram í áttunda og níunda sæti fyrir lokaumferð Olísdeildarinnar sem fram fer á fimmtudagskvöld.

Eftir 21. og næst síðustu umferð er ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina sem hefst 31. maí. Hverjir mætast í átta liða úrslitum liggur ekki fyrir fyrr en að síðustu sex leikjunum loknum.


Röð átta efstu liðanna er eftirfaradi eins og staðan er núna: Haukar, FH, Stjarnan, Valur, KA, Selfoss, ÍBV og Afturelding. Fram og Grótta verða komin í sumarleyfi frá Íslandsmótinu á fimmtudagskvöld eins og Þór Akureyri og ÍR sem leika í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.


Úrslit leikja og markaskorarar í 21. umferð sem fram fór í dag.

Selfoss – Haukar 24:35 (9:16)
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 4/3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Ísak Gústafsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Ragnar Jóhannsson 3, Hergeir Grímsson 2/1, Hans Jörgen Ólafsson 2, Alexander Már Egan 2, Nökkvi Dan Elliðason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 6, 20%, Alexander Hrafnkelsson 1, 9,1%.
Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson 6/3, Darri Aronsson 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4/2, Þráinn Orri Jónsson 3, Halldór Ingi Jónasson 3, Jakob Aronsson 3, Adam Haukur Baumruk 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Geir Guðmundsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, 39,1% – Andri Sigmarsson Scheving 5, 35,7%.

ÍBV – Afturelding 27:27 (13:14)
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 5, Fannar Þór Friðgeirsson 5, Dagur Arnarsson 4, Hákon Daði Styrmisson 4/2, Arnór Viðarsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 7, 26,9% – Petar Jokanovic 4, 33,3%.
Mörk Aftureldingar: Bergvin Þór Gíslason 7, Blær Hinriksson 5, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3/2, Einar Ingi Hrafnsson 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórisson 1, Guðmundur Árni Ólafsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 8, 25,8% – Björgvin Franz Björgvinsson 1, 20%.

Fram – Grótta 32:20 (14:11)
Mörk Fram: Andri Már Rúnarsson 9, Matthías Daðason 5/5, Breki Dagsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 4, Vilhelm Poulsen 4, Þorvaldur Tryggvason 2, Arnar Snær Magnússon 2, Marteinn Sverrir Bjarnason 1, Stefán Darri Þórsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 15, 45,5% – Valtýr Már Hákonarson 5, 71,4%.
Mörk Gróttu: Ólafur Brim Stefánsson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Ágúst Emil Grétarsson 3, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 2, Birgir Steinn Jónsson 2, Andri Þór Helgason 2/2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Satoru Goto 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 3, 13% – Stefán Huldar Stefánsson 3 – 20%.

Valur – KA 31:27 (17:15)
Mörk Vals: Þorgils Jón Svölu-Baldursson 7, Róbert Aron Hostert 3, Vignir Stefánsson 3, Stven Tobar Valencia 3, Anton Rúnarsson 3/3, Agnar Smári Jónsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Arnór Snær Óskarsson 2, Alexander Örn Júlíusso 1, Finnur Ingi Stefánsson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 10, 45,5% – Einar Baldvin Baldvinsson 6, 28,6%.
Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 11/4, Jón Heiðar Sigurðsson 4, Sigþór Gunnar Jónsson 4, Allan Norðberg 3, Arnór Ísak Haddason 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Daði Jónsson 1, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 11, 27,5% – Bruno Bernat 2, 50%.

Stjarnan – Þór 27:23 (16:12)
Mörk Stjörnunnar: Sverrir Eyjólfsson 5, Hafþór Már Vignisson 5/1, Hrannar Bragi Eyjólfson 4, Björgvin Hólmgeirsson 4, Leó Snær Pétursson 3/1, Tandri Már Konráðsson 2, Dagur Gautason 2, Pétur Árni Hauksson 2.
Varin skot: Adam Thorstensen 15, 41,7%.
Mörk Þórs: Gísli Jörgen Gíslason 4, Þórður Tandri Ágústsson 3, Igor Kopyshynskyi 3, Aron Hólm Kristjánsson 2, Garðar Már Jónsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Sigurður Kristófer Skjaldarson 1, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Haldór Yngri Halldórsson 1, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Karolis Stropus 1, Hákon Ingi Halldórsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 11, 45,8% – Jovan Kukobat 4, 23,5%.

ÍR – FH 25:30 (14:17)
Mörk ÍR: Sveinn Brynjar Agnarsson 5, Viktor Sigurðsson 4, Bjarki Steinn Þórisson 4, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 3, Andri Heimir Friðriksson 2, Dagur Sverrir Kristjánsson 2, Eggert Jóhannsson 1, Bergþór Róbertsson 1.
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 7, Einar Örn Sindrason 6, Jón Bjarni Ólafsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Birgir Már Birgisson 2.

Ítarlegri tölfræði frá leikjum dagsins er að finna hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

Lokaumferðin fimmtudaginn 27. maí kl. 19.30:
Stjarnan – Fram.
Afturelding – Valur.
KA – Þór.
FH – ÍBV.
Haukar – ÍR.
Grótta – Selfoss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -