- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur og tap hjá landsliðskonunum

Leikmenn BSV Sachsen Zwickau eftir sigurinn góða í kvöld. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Keppni hófst á nýjan leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld eftir sex vikna hlé vegna heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Íslensku landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru á fullri ferð með liðum sínum. Díana Dögg og liðsmenn í BSV Sachsen Zwickau unnu mikilvægan sigur á grönnum sínum í Halle-Neustadt, 25:22, á útivelli. Ekki gekk eins vel hjá Söndru og samherjum í TuS Metzingen í heimsókn til Blomberg-Lippe. Blomberg vann með þriggja marka mun, 32:29.


Díana Dögg skoraði fimm mörk fyrir Zwickauliðið, þar á meðal síðasta mark leiksins, í þriggja marka mikilvægum sigri á grannliðinu sem einnig er á næstu grösum þegar litið er á stöðu liðanna í deildinni. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 10:10.

BSV Sachsen Zwickau hefur þar með sex stig í 11. sæti deildarinnar af þeim 14 sem eiga sæti. Halle-Neustadt er stigi fyrir ofan.

Þrjú hjá Söndru

Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, í þriggja marka tapi TuS Metzingen, 32:29. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 15:15. Þess má til gamans geta að danska konan, Ida Hoberg sem lék með KA/Þór síðari hluta síðasta tímabils, skoraði þrjú mörk fyrir Blomberg-Lippe.

Metzingen er í sjötta sæti með 10 stig eftir níu leiki. Blomberg er fjórum stigum ofar í fjórða sæti.

Ekki er slegið slöku við í þýsku 1. deildinni um þessar mundir. Næstu leikir verða á laugardaginn. Þá taka Sandra og félagar á móti leikmönnum Solingen en Díana og samherjar fá Borussia Dortmund í heimsókn.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -