Óvíst er með hvaða liði handknattleiksmarkvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson leikur á næsta keppnistímabili. Hann er samningsbundinn ÍR næsta árið en mjög ólíklegt er að hann leiki með liðinu sem tekur sæti í Grill66-deildinni eftir fall úr Olísdeildinni á vormánuðum.
Samkvæmt heimildum handbolta.is úr herbúðum ÍR-inga er Sigurður til sölu eða leigu.
Sigurður Ingiberg var leigður til Kríu á síðasta keppnistímabili. Samningurinn tók enda í lok leiktíðar. Óvissa er um hvort hann verður áfram í herbúðum liðsins en Kría öðlaðist sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili eftir vasklega framgöngu í umspili um sæti í deildinni. Þar lék Sigurður Ingiberg stórt hlutverk eins og reyndar allt keppnistímabilið frá upphafi.
- FH og Valur sameinast um heimavöll á 95 ára afmælisdegi FH
- Dagskráin: Margt um að vera á föstudagskvöldi
- Solberg er óvænt hættur með sænska landsliðið
- Molakaffi: Guðmundur, Arnór, Mørk, Claar
- Einstefna í síðari hálfleik á Ásvöllum