- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurganga Elvars og Arnars Freys heldur áfram

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu MT Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla. Í kvöld vann liðið sannfærandi sigur á Stuttgart á heimavelli, 35:27, og hefur þar með fullt hús stiga að loknum fimm leikjum. MT Melsungen er eitt þriggja liða deildarinnar sem ekki hefur tapað leik til þessa. Hin eru Füchse Berlin og Hannover-Burgdorf þar sem Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari.


Snorri Steinn Guðjónsson sá leikinn í Kassel í kvöld en hann vísiterar Þýskaland um þessar mundir eins og kom fram á handbolti.is.

Elvar Örn Jónsson var næst markahæstur hjá MT Melsungen með fimm mörk auk tveggja stoðsendinga. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og nýtti bæði markskot sín.

Náðu öðru stigi í Eisenach

Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson kræktu í annað stigið í heimsókn liðs þeirra, Balingen-Weilstetten, til Eisenach, 28:28. Heimaliðið skoraði jöfnunarmarkið þegar 80 sekúndur voru til leiksloka. Daníel Þór skoraði eitt mark fyrir Balingen en Oddur ekkert. Virtist hann hafa komið lítið við sögu.

Standings provided by Sofascore

Aðalsteinn vann loksins

Aðalsteinn Eyjólfsson og hans menn í GWD Minden unnu sinn fyrsta leik í þýsku 2. deildinni í kvöld. Þeir lögðu Lübeck-Schwartau, 34:26, í Hansehalle. Örn Vésteinsson Östenberg skoraði níu mörk fyrir Lübeck-Schwartau, átti tvær stoðsendingar og varði eitt skot í vörninni. Stórleikur Arnar dugði ekki.

Sveinn Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir GWD Minden, öll af línunni, auk þess að láta til sín taka í vörninni. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.

Þriðja tapið hjá Sveinbirni

EHV Aue, sem kom upp í 2. deild í vor, tapaði þriðja leiknum í röð í kvöld í heimsókn til Ludwigshafen, 40:29. Sveinbjörn Pétursson varði tvo skot, 11%, þann tíma sem hann stóð á milli stanganna í marki EHV Aue. Hann átti einnig eina stoðsendingu.

Sveinbjörn var ekki öfundsverður af hlutverki sínu vegna þess að varnarleikur EHV Aue þótti ekki sannfærandi.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -