- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurinn var afar sannfærandi

Leikmenn Vals fagna góðum sigri í Kaunas í dag. Ljósmynd/Aðsend
- Auglýsing -


„Ég er sáttur við leik liðsins, varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan sömuleiðis. Okkur tókst að keyra vel á andstæðinginn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara Vals við handbolta.is í dag að loknum 14 marka sigri á Zalgiris Kaunas, 31:17, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik sem fram fór í Kaunas í Litáen í dag. Síðari viðureignin fer fram á sama stað á morgun.

Nýting mátti vera betri

„Sama var upp á teningnum sókninni þar sem við mættum 3/2/1 vörn Zalgiris-liðsins. Okkur tókst að leysa vel úr henni þótt nýting opinni færa hefði mátt vera betri. Sigurinn var afar sannfærandi enda erum við með betra lið,“ sagði Ágúst Þór sem lét þess ennfremur að getið að lið Zalgiris væri skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem eigi framtíðina fyrir sér.

Engin lausatök

Síðari viðureignin fer fram á morgun og hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Ágúst Þór segir að ekki verði liðin nein lausatök á morgun þótt staðan sé vænleg. Kálið sé ekki sopið þótt í ausuna sé komið.

„Við verðum að halda einbeitingu og fara í leikinn af fullum krafti og komast áfram. Það er sannarlega markmiðið,“ sagði Ágúst Þór þjálfari Vals sem dreifði álaginu vel á milli leikmanna.

Þær yngri stóðu sig vel

„Margar af yngri stelpunum fengu gott tækifæri í dag. Ég nefni sem dæmi Ásthildi Jónu Þórhallsdóttur í vinstra horninu. Hún skoraði sex mörk úr sex skotum. Arna Karítas Eiríksdóttir kom einnig mjög sterk inn á miðjuna og fleiri. Leikurinn var mikil og góð reynsla fyrir yngri stelpurnar sem stóðu sig frábærlega. Það var virkilega gaman að sjá þær á þessu sviði,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -