- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurmark á síðustu sekúndu við Streymin

U17 ára sem lék í Færeyjum í gær og í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Stúlkurnar í U17 ára landsliðinu í handknattleik unnu færeyskar stöllur sínar með eins marks mun í hnífjöfnum vináttulandsleik í við Streymin í Færeyjum í dag 24:23. Úrslitin réðust á síðustu augnablikum leiktímans. Rakel Dóróthea Ágústsdóttir skoraði sigurmarkið en áður hafði færeyska liðið jafnað metin þegar átta sekúndur voru til leiksloka, 23:23.

Íslensku leikmennirnir og þjálfararnir tóku leikhlé eftir jöfnunarmark færeyska liðsins og lögðu þar á ráðin. Allt gekk upp og Rakel Dórothea rak smiðshöggið á sóknina.

Færeyska liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13.

Í seinni hálfleik komu íslensku stúlkurnar mun beittari til leiks og náðu upp frábærum varnarleik og markvörslu. Íslenska liðið náði tveggja marka forskoti en þær færeysku gáfust ekki upp þótt þær yrðu að játa sig sigraða þegar upp var staðið.

Liðin mætast öðru sinni í Vestmanna á morgun.

Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Ester Ægisdóttir 3, Guðmunda Guðjónsdóttir 3, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 2, Dagmar Pálssóttir 2, Guðrún Traustadóttir 2, Bergrós Guðmundssóttir 2, Ásrún Arnarsdóttir 2, Ágústa Jónasdóttir 1.
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 13 skot í markinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -