- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi fer vel af stað

Sigvaldi Björn Guðjónsson verður ekki með landsliðinu gegn Litháen á miðvikudaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson lék í dag sinn fyrsta deildarleik fyrir meistaraliðið Vive Kielce í efstu deild pólska handknattleiksins. Sigvaldi Björn, sem kom til liðsins í sumar frá Elverum í Noregi, skoraði fimm sinnum þegar Vive Kielce vann Wybrzez Gdansk, 34:25, á heimavelli.

Haukur Þrastarson, sem einnig gekk til liðs við pólsku meistarana í sumar, tók ekki þátt í leiknum vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann um nokkurt skeið.

Keppni í efstu deild í pólska karlahandboltanum hófst í gær og sáust strax mjög óvænt úrslit þegar Szczecin vann Wisla Plock, 26:24. Wisla er talið það lið sem helst er talið eiga möguleika á að velgja leikmönnum Vive Kielce undir uggum í keppninni um pólska meistaratitilinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -