- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sirkusmark tryggði Erlingi og félögum sigur – myndskeið

Gríðarlegur fögnuður braust úr hjá hollenska liðinu eftir sigurinn á Pólverjum í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kay Smits tryggði hollenska landsliðinu, undir stjórn Erlings Richardssonar, magnaðan sigur með sirkusmarki á síðustu sekúndu gegn Pólverjum í undankeppni EM í dag, 27:26, en leikið var í Wroclaw í Póllandi. Hægt er að sjá sigurmarki hér fyrir neðan.

Þar með komust Hollendingar upp í annað sæti riðilsins þegar tveir leikir eru eftir. Hollenska liðið er stigi á undan Pólverjum og með jafnmörg stig og Slóvenar sem hafa leikið þrjá leiki eins og Tyrkir. Þeir síðarnefndu reka lestina án stiga.


Hollenska landsliðið stendur vel að vígi en það á eftir að mæta Tyrkjum á útivelli og Pólverjum á heimavelli í lok apríl og í byrjun maí. Tvö efstu lið hvers undanriðils tryggja sér keppnisrétt á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári. Eins fara fjögur lið áfram af þeim sem hafna í þriðja sæti í undanriðlunum en þeir eru átta. Stigin tvö sem Erlingur og félagar fengu í Wroclaw í dag geta reynst dýrmæt þegar upp verður staðið.

Erlingur Richardsson hvetur sína menn til dáða í leiknum við Pólverja. Mynd/EPA


Staðan var jöfn í hálfleik i Wroclaw, 11:11. Pólverjar náðu þriggja marka forskoti um skeið í síðari hálfleik en Hollendingar lögðu ekki árar í bát.
Fyrrgreindur Smits skoraði 10 mörk í leiknum og hinn stórgóði miðjumaður Luc Steins var næstur með sjö mörk. Michal Daszek var markahæstur hjá Pólverjum með sex mörk, Maciej Gebala skoraði fimm.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -