- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö íslensk mörk skoruð í Gautaborg

Ólafur Andrés Guðmundsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingatríóið hjá HF Karlskrona varð að bíta í það súra epli að tapa naumlega fyrir Önnereds, 34:32, í hörkuleik í næsta síðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Gautaborg. Ljóst er að HF Karlskrona hafnar í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með 16 stig og verður að taka þátt í umspili um áframhaldandi veru í efstu deild. HF Karlskrona tekur á móti Sävehof í 26. og síðustu umferð á fimmtudaginn.

Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir HF Karlskrona, Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði einnig þrisvar sinnum og Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði eitt en hann er einn traustasti varnarmaður liðsins. Þýski markvörðurinn Phil Döhler náði sér ekki eins vel á strik og í síðasta leik. Hann varði tvö skot af níu sem hann fékk á sig að þessu sinni.

HF Karlskrona sem kom upp úr Allsvenskan fyrir keppnistímabilið ásamt Amo HK, var marki yfir í hálfleik, 17:16.

Spennandi fallslagur

Mikil spenna ríkir um hvaða hvort það verður hið fornfræga lið Lugi eða Aranäs sem fellur í Allsvenskan. Liðin hafa 12 stig hvort í tveimur neðstu sætum. Aranäs vann Guif í kvöld, 32:28, í Eskilstuna meðan Lugi krækti í stig á móti Alingsås í Lundi, 35:35.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -