Díana Dögg Magnúsdóttir og félagar í BSV Sachsen Zwickau fór langt með að tryggja liðinu áframhaldandi veru í efstu deild þýska handboltan í dag með sjö marka sigri á SV Union Halle-Neustadt, 26:19, á heimavelli í 22. umferð. Með sigrinum fór BSV Sachsen Zwickau upp í 10. sæti deildarinnar með 12 stig. Fjórtán lið eru í deildinni en þeir verður fækkað um tvö fyrir næsta keppnistímabil. Flest lið deildarinnar eiga fjóra leiki eftir.
Díana Dögg, sem hefur jafnað sig þokkalega vel eftir að hafa hlotið högg á rifbein í kappleik um síðustu helgi, var valin maður leiksins. Hún skoraði þrjú mörk en átti níu stoðsendingar auk fjögurra skapaðra færi. Díana var einnig með einn stolinn boltann og náði einu frákasti.
Yfirburðir BSV Sachsen Zwickau voru miklir í leiknum. Strax að loknum fyrri hálfleik munaði átta mörkum á liðunum, 16:8, nokkuð sem áhorfendur í Sporthalle Neuplanitz kunnu vel að meta.
Tólf marka sigur
Bikarmeistarar TuS Metzingen, sem Sandra Erlingsdóttir er samningsbundin hjá, unnu Blomberg-Lippe, 33:21, á heimavelli í dag. Sandra er í fæðingarorlofi. Díana Dögg og Andrea Jacobsen verða samherjar hjá Blomberg á næstu leiktíð. Blomberg er í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum á undan TuS Metzingen sem er í sjötta sæti.
Staðan: