ÍBV skoraði sjö síðustu mörkin í leiknum við Hörð í lokaumferð riðlakeppni Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og unnu þar með öruggan sigur þegar upp var staðið, 41:33.
ÍBV leikur til úrslita á mótinu á morgun klukkan 16 við Aftureldingu. Hörður mætir KA í viðureign um 5. sæti klukkan 12. Selfoss og Fram eigast við klukkan 14 í uppgjöri um þriðja sætið.
Eyjamenn voru með sjö marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja eftir 30 mínútna leik, 21:14. Harðarmenn bitu frá sér í síðari hálfleik. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt þegar leið á leiktímann. Tæplega tíu mínútum fyrir leikslok skildi aðeins eitt mark liðin að, 34:33, fyrir ÍBV. Leikmenn ÍBV bitu í skjaldarrendur á síðustu mínútunum. Leikmenn Harðar fengu ekki rönd við reist.
Mörk ÍBV: Gabríel Martinez Róbertsson 9, Kári Kristján Kristjánsson 7, Dánjal Ragnarsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Janus Dam Djurhuus 3, Dagur Arnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 2, Sveinn José Rivera 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Breki Þór Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 13.
Mörk Harðar: Noah Bardou 10, Jón Ómar Gíslason 10, Victor Peinado Iturrino 3, Suguru Hikawa 3, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Stefán Freyr Jónsson 1, Mikel Amilibia 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1, Ásgeir Óli Kristjánsson 1.
Varin skot: Roland Lebedevs 11, Stefán Freyr Jónsson 2.
Hörður Aðalsteinsson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu leikinn.
Gangur leiksins og tölfræði er að finna hjá HBStatz.
Úrslit leikja á Ragnarsmóti karla 2022:
Selfoss – Afturelding 32:34.
Fram – ÍBV 34:41.
Selfoss – KA 32:27.
Fram – Hörður 27:26.
Afturelding – KA 34:30.
ÍBV – Hörður 41:33.