- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjónvarpsstöð vill skaðabætur frá félögum

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska sjónvarpsstöðin TV2 ætlar að sækja rétt sinn gagnvart samtökum úrvalsdeildarliða í efstu deildum handknattleiksins þar í landi vegna kappleikja sem stöðin hafði keypt sýningarrétt á en fóru aldrei fram í vor eftir að kórónuveiran fór að leika lausum hala og mótahaldi var slaufað.


TV2, sem hefur keypt sýningaréttinn frá leikjum úrvalsdeilda karla og kvenna fram til ársins 2025 krefst milljóna danskra króna frá samtökum efstu deildarliða. Vinni stöðin málið getur það orðið þungt fjárhagslegt högg fyrir félagsliðin þar í landi, eftir því sem fram kemur í frétt TV2.dk.


„Málið er einfalt í okkar augum. Við fengum ekki vöruna sem við keyptum og viljum að okkur sé bættur skaðinn,“ segir Frederik Laursen, íþróttastjóri TV2 í viðtali við vef stöðvarinnar. Viðræður er hafnar á milli TV2, Samtaka úrvalsdeildarliða og Handknattleikssambands Danmerkur.


Um þriðjungur var eftir af deildarkeppninni þegar keppni var hætt 11. mars. Meðal þess var úrslitakeppnin sem vekur ævinlega mikinn áhuga og laðar að marga áhorfendur.


Einnig féllu niður landsleikir sem TV2 hafði keypt sýningarétt á. Snúa þau kaup að Handknattleikssambandinu sem er eins og fyrr segir einnig aðili að þeim viðræðum sem nú eru hafnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -