- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjötíu marka leikur í Eyjum

Dagur Arnarsson t.h lék afar vel með ÍBV í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Theodór Sigurbjörnsson og Dagur Arnarsson fóru fyrir liði ÍBV þegar það vann Stjörnuna í hörkuleik í Vestmannaeyjum í dag í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik, 36:34. Theodór skoraði 10 mörk í 12 skotum og Dagur sex mörk auk þess að skapa 10 marktækifæri í leiknum, þar af átti hann átta stoðsendingar.


Eyjamenn eru þar með í þriðja til fjórða sæti ásamt Val með 23 stig en Stjarnan er tveimur stigum á eftir.


Mörkin voru ekki spöruð í leiknum í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn var í öndvegi. Stjarnan var heldur sterkari framan af og var með tveggja marka forskot i hálfleik, 20:18. Þegar á leið síðari hálfleiks komust leikmenn ÍBV betur inn í leikinn og náðu allt að fjögurra marka forskoti. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru ekki á því að gefast upp. Þeim tókst að minnka muninn í eitt mark, 33:32, með þremur mörkum í röð. Nær komust þeir þó ekki og þegar upp var staðið munaði sennilega nokkuð um að Petar Jokanovic markvörður ÍBV varði betur en kollegar hans hinum megin vallarins.


Stjarnan endurheimti Tandra Má Konráðsson eftir fjarveru í tveimur síðustu leikjum vegna þátttöku hans í þremur leikjum landsliðsins í kringum mánaðarmótin. Eins lék Brynjar Darri Baldursson, markvörður, með í dag en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla.


Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 10/1, Kári Kristján Kristjánsson 6/2, Dagur Arnarsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5, Arnór Viðarsson 3, Hákon Daði Styrmisson 2/1, Gabríels Martinez Róbertsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Fannar Þór Friðgeirsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, 37,5% – Björn Viðar Björnsson 5, 20,8%.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 9/4, Hafþór Már Vignisson 6, Tandri Már Konráðsson 5, Dagur Gautason 5, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Sverrir Eyjólfsson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Brynjar Darri Baldursson 5, 25% – Adam Thorstensen 4, 16,7%.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -