- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjötti sigur Selfoss – fjögurra stiga forskot

Katla María Magnúdóttir, leikmaður Selfoss og landsliðskona í handknattleik. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ekki tókst Víkingum að stöðva sigurgöngu Selfoss í Grill 66-deild kvenna í handknattleik lið félaganna mættust í 6. umferð í Safamýri. Selfoss vann öruggan sigur, 38:21, og hefur þar með 12 stig að loknum sex leikjum. Ungmennalið Fram bættist í hóp þeirra liða sem næst kom á eftir með átta stig. Fram U vann Fjölni, 31:27, í Fjölnishöllinni.


Í þriðja leik kvöldsins í Grill 66-deild kvenna fögnuðu liðsmenn ungmennaliðs Hauka sínum fyrsta sigri í deildinni þegar þeir lögðu Berserki, 32:21, í Víkinni. Um var að ræða uppgjör liðanna sem voru stigalaus áður flautað var til leiks í kvöld.

Selfossliðið er óstöðvandi og skal engan undra enda með innan sinna raða landsliðskonur og m.a. einn leikmann sem fer með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótið í lok þessa mánaðar, Perlu Ruth Albertsdóttur. Auk þess er fleiri sem æft hafa með landsliðinu eða hafa leikið með yngri landsliðum á síðustu mánuðum. Heldur virðist Selfossliðið styrkjast því nú er Hulda Dís Þrastarsdóttir byrjuð að leik með á ný eftir langvarandi meiðsli.

Víkingar áttu undir högg að sæka frá upphafi viðureigninarinnar í Safamýri. Selfossliðið hafði 11 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:9.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Víkingur – Selfoss 21:38 (9:20).
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 4, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 7.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Perla Ruth Albertsdóttir 7, Arna Kristín Einarsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 9, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 3.

Fjölnir – Fram U 27:31 (13:16).
Mörk Fjölnis: Sara Björg Davíðsdóttir 13, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 4, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 3, Azra Cosic 2, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Telma Sól Bogadóttir 2, Elsa Karen Sæmundsen 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 17.
Mörk Fram U.: Valgerður Arnalds 8, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 7, Elín Ása Bjarnadóttir 5, Íris Anna Gísladóttir 5, Sara Rún Gísladóttir 5, Ingibjörg Eva Baldvinsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 14.

Berserkir – Haukar U 21:32 (10:15).
Mörk Berserkja: Adda Sólbjört Högnadóttir 5, Auður Margrét Pálsdóttir 4, Katrín Guðmundsdóttir 4, Gerður Rún Einarsdóttir 3, Birta Dís Lárusdóttir 1, Nína Sördal 1, Birta Líf Haraldsdóttir 1, Nina Milansdóttir Remic 1, Jóhanna Helga Jensdóttir 1.
Varin skot: Sólveig Katla Magnúsdóttir 8, Sandra Björk Ketilsdóttir 7.
Mörk Hauka U.: Rósa Kristín Kemp 8, Þóra Hrafnkelsdóttir 5, Ester Amíra Ægisdóttir 5, Bryndís Pálmadóttir 3, Hafdís Helga Pálsdóttir 3, Katrín Inga Andradóttir 2, Andrea Mist Grettisdóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 2, Anika Rut Smáradóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 14.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -