- Auglýsing -
Víkingur vann ungmennalið Stjörnunnar í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld í Víkinni, 35:34, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 19:15. Þetta var sjötti sigur Víkinga í deildinni á keppnistímabilinu í 13 leikjum og ljóst að talsverðar framfarir hafa orðið frá síðasta tímabili, svo ekki sé talað um tímabilið á undan.
Víkingar eru í fimmta sæti af 11 liðum með 12 stig. Ungmennalið Stjörnunnar er næst neðst með fjögur stig en þetta er fyrsta keppnistímabilið sem Stjarnan sendir yngra lið sitt til keppni í Grill66-deildinni.
Auður Brynja Sölvadóttir fór mikinn í liði Víkings og skoraði 10 mörk. Sonja Lind Sigsteinsdóttir var allt í öllu hjá Stjörnunni. Hún skoraði einnig 10 mörk.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 10, Arna Þyrí Ólafsdóttir 7, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 7, Ester Inga Ögmundsdóttir 5, Elín Helga Lárusdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Ástrós Birta Birgisdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 10, Katla María Magnúsdóttir 7, Adda Sólbjört Högnadóttir 4, Hekla Rán Hilmisdóttir 3, Brynja Sævarsdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Ásthildur Bjarkadóttir 2, Thelma Dögg Einarsdóttir 2, Birta María Simundsdóttir 1.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.
- Auglýsing -