- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skarð fyrir skildi hjá fyrsta andstæðingi Íslands á EM

Serbiinn sterki, Nemanja Ilic, er meiddur og fór ekki með landsliðinu til Spánar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrirliði landsliðs Serba í handknattleik karla, Nemanja Ilic, leikur ekki með landsliðinu á fjögurra liða móti sem hefst í Granollers á Spáni á morgun og stendur yfir fram á laugardaginn. Ilic, sem er 34 ára gamall og er markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar, er meiddur á fæti. Ekki kemur nákvæmlega fram í fjölmiðlum í heimalandinu hvað nákvæmlega hrjáir kappann.


Þess er getið að ekki sé reiknað með að meiðslin komi í veg fyrir þátttöku Ilic með serbneska landsliðinu á EM. Serbneska landsliðið verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins í riðlakeppni EM í Ólympíuhöllinni í München föstudaginn 12. janúar.

Marko Srdanovic var kallaður inn í keppnishópinn sem fór til Spánar í stað Ilic.

Ilic leikur með Toulouse í Frakklandi og hefur skorað 111 mörk í leikjum liðsins til þessa á leiktíðinni. Fimm mörkum fleiri en Kamil Syprzak hjá PSG.

Serbar leika við Pólverja, Slóvaka og Spánverja á mótinu í Granollers. Fyrsta viðureignin verður við Slóvaka annað kvöld.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14. jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16. jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -