- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skelltu Dönum með fimm marka mun

U20 ára landslið Íslands lagði Dani í lokaumferð Opna Skandinavíumótsins í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U20 ára landslið Íslands í handknattleik vann danska landsliðið örugglega, 30:25, í lokaumferð Opna Skandinavíumótsins í handknattleik í Hamri í morgun. Tveir sigurleikir og eitt jafntefli gegn sterkum liðum frændþjóða á Norðurlöndum hlýtur að vera gott veganesti fyrir liðið áður en það heldur til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Porto þriðjudaginn 7. júlí.


Íslensku piltarnir lögðu grunn að sigrinum í morgun með frábærum fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var frábær og Jón Þórarinn Þorsteinsson fór á kostum í markinu og var með 44% hlutfallsmarkvörslu. Forskotið var níu mörk þegar gengið var til búningsherbergja eftir þrjátíu mínútna leik, 20:11.


Dönum tókst að saxa aðeins á forskotið í síðari hálfleik en sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu.

Jón Þórarinn Þorsteinsson, markvörður t.v., og Benedikt Gunnar Óskarsson. Mynd/HSÍ


Íslensku piltarnir gerðu jafntefli við Svía í fyrstu umferð en unnu Norðmenn og Dani og ljúka keppni með fimm stig af sex mögulegum. Framundan er síðasti leikur mótsins þar sem Noregur og Svíþjóð eigast við.

Uppfært: Svíar unnu Norðmenn með sex marka mun, 27:21, og stóðu upp sem sigurvegarar á mótinu. Svíar fengu fimm stig eins og Íslendingar en markatala sænska liðsins var hagstæðari þegar upp var staðið.


Mörk Íslands: Benedikt Gunnar Óskarsson 6/4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Tryggvi Þórisson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Arnór Viðarsson 1, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Jóhannes Berg Andrason 1, Ísak Gústafsson 1.

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 9/1, 33% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 14%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -