Tryggvi Sigurberg Traustason tryggði Selfossi annað stigið gegn KA í viðureign liðanna á Ragnarsmóti karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 26:26. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu. KA var marki yfir eftir fyrri hálfleik, 12:11, en annars var munurinn yfirleitt ekki nema eitt mark á annan hvorn veginn frá upphafi til enda.
Í síðari viðureign kvöldsins unnu Gróttumenn liðsmenn ÍR, 39:31. Grótta hefur þar með unnið báða leiki sína og leikur til úrslita á mótinu á laugardag gegn sigurliðinu úr hinum riðli mótsins sem hófst í kvöld með ofangreindum leik KA og Selfoss. Einnig á ÍBV sæti í þeim riðli.
ÍR-ingar héldu í við leikmenn Gróttu þar til á síðustu sex mínútunum þegar Seltirningar nýttu sér veikleika í sóknarleik ÍR til þess að skora hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup.
ÍR leikur við Víking annað kvöld í Sethöllinni. Flautað verður til leiks klukkan 20. Víkingur tapaði fyrir Gróttu á mánudagskvöldið.
Selfoss – KA 26:26 (11:12).
Mörk Selfoss: Hans Jörgen Ólafsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 6, Alvaro Mallols Fernandez 3, Hannes Höskuldsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Sæþór Atlason 1, Gunnar Kári Bragason 1, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 11, Vilius Rasimas 6.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9, Einar Birgir Stefánsson 6, Ott Varik 4, Jóhann Geir Sævarsson 2, Logi Gautason 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Patrekur Stefánsson 1, Hilmar Bjarki Gíslason 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 10.
ÍR – Grótta 31:39 (17:19).
Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 7, Bergþór Róbertsson 4, Róbert Snær Örvarsson 4, Eyþór Ari Waage 4, Baldur Fritz Bjarnason 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Nathan Doku Asare 2, Bjarki Steinn Þórisson 2, Bernard Kristján Owusu Darkoh 1, Jökull Blöndal Björnsson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 5.
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 10, Andri Fannar Elísson 7, Ólafur Brim Stefánsson 5, Jón Ómar Gíslason 4, Ari Pétur Eiríksson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Hannes Grimm 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1, Kári Kvaran 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7, Shuhei Narayama 7.
Staðan og næstu leikir á Ragnarsmótinu.
Allir leikir Ragnarsmóts karla eru sendir út á SelfossTV sem finna má á Youtube.