- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur í háspennuleik

Útlit er fyrir að Íslandsmótinu í handknattleik ljúki ekki að óbreyttu fyrr en í lok júlí. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA og Selfoss skildi jöfn, 24:24, í öðrum háspennuleik í Olísdeildinni í kvöld. Hergeir Grímsson kórónaði frábæran leik sinn þegar hann skorað sitt 11. mark og 24. mark Selfoss á síðustu mínútu leiksins. Árni Bragi Eyjólfsson gerði reyndar tilraun til að tryggja KA bæði stigin en Vilius Rasimas, sem einnig fór á kostum í liði Selfoss, sá til þess að heimamenn fengu aðeins annað stigið að þessu sinni.


Eins og áður segir þá var gríðarleg spenna í leiknum í KA-heimilinu í kvöld. Segja má að jafnt hafi verið á nánast öllum tölum þótt fyrir hafi komið að tveimur mörkum hafi munað á annan hvorn veginn.


Varnarleikur beggja liða var afar traustur og markverðirnir vel með á nótunum á báðum endum vallarins. Áður er getið um stórleik Rasimas í Selfossmarkinu. Hann var með 41% hlutfallsmarkvörslu. Nicholas Satchwell stóð honum lítt að baki í marki KA með 38,5%.


Selfoss er í fjórða sæti með 16 stig en KA í sjötta með 15 eins og Afturelding. Annars er deildin afar jöfn og aðeins er fimm stiga munur á ÍBV sem er í níunda sæti og FH í öðru sæti.


Mörk KA: Jóhann Geir Sævarsson 6/2, Árni Bragi Eyjólfsson 6/1, Jón Heiðar Sigurðsson 4, Allan Norðberg 3, Áki Egilsnes 3, Sigþór Gunnar Jónsson 2.
Varin skot: Nicholas Satchwell 15, 38,5%.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 11/2, Ragnar Jóhannsson 7, Alexander Már Egan 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 16, 41%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -