- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur í Íslendingaslag

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með TTH á leiktíðinni. Mynd/TTH Holstebro
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar Holstebro gerði jafntefli, 32:32, við Ágúst Elí Björgvinsson og félaga í KIF Kolding í Kolding í kvöld en leikurinn var sá síðasti í 12. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 18:18.

Óðinn Þór kom Holstebro yfir með 32. marki Holstebro þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka. Heimamönnum tókst að jafna metin þegar innan við mínúta var eftir að leiktímanum. Þar við sat þótt litlu hafi mátt muna á allra síðustu sekúndum að Holstebro-liðinu tækist að tryggja sér bæði stigin.

Eftir jafnan fyrri hálfleik byrjaði Kolding síðari hálfleikinn vel og náði um skeið tveggja til þriggja marka forskoti.

Ágúst Elí náði sér ekki á strik í marki Kolding. Hann varði 1 skot af níu þann tíma sem hann var inni á leikvellinum.

Holstebro situr í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 11 leikjum. Kolding er í áttunda sæti með 11 stig eftir 12 leiki.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -