- Auglýsing -

Skjótt skipast veður í lofti – Aron Rafn með Haukum

- Auglýsing -


Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður, tók fram handboltaskóna í gærkvöld og stóð í marki Hauka síðari hluta leiksins gegn Aftureldingu. Í vor sagðist Aron Rafn vera hættur. Skjótt skipast veður á lofti yfir Ásvöllum. Vilius Rašimas markvörður á við þrálát hnémeiðsli að etja og verður væntanlega ekkert með Haukum í vetur. Forsvarsmenn Hauka hafa fram til þess ekki viljað taka af allan vafa um framtíð Rašimas hjá liði félagsins.


Aron Rafn tók þar með fram sína skó og keppnisbúnað á ný til að vera ungum markvörður Hauka, Magnús Gunnari Karlssyni og Ara Dignus Maríusyni til halds og trausts.

Aron Rafn sýndi í gærkvöld að hann hefur engu gleymt í sumar. Hann kom öflugur til leiks þegar á leið og varði m.a. skot úr dauðafæri nokkrum sekúndum fyrir leikslok og opnaði þar með möguleika fyrir Hauka á að skora jöfnunarmarkið. Tíminn sem eftir var nægði ekki og Afturelding vann með eins marks mun, 28:27.

Afturelding vann í háspennuleik á Ásvöllum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -