- Auglýsing -

Skoruðu þrjú síðustu mörkin og náði þar með jafntefli

Einar Sverrisson hefur verið óspar á þrumuskotin. Mynd/Selfoss/SÁ

Selfoss skoraði þrjú síðustu mörkin og náði þar með í jafntefli í fyrri leiknum við Jerzalem Ormoz, 31:31, í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14.


Síðari leikur liðanna verður í Slóveníu um næstu helgi og ljóst er eftir viðureignina í kvöld að framundan er spennandi leikur þar sem allt getur gerst. Leikurinn í kvöld þótt skemmtilegur.


Leikmenn Selfoss byrjuðu betur en þegar á leið náðu liðsmenn Jerzalem Ormoz betri tökum á leiknum og komust yfir. Voru þeir meira og minna með yfirhöndina þar til í lokin að leikmenn Selfoss náðu að jafna metin af harðfylgi.


Árni Steinn Steinþórsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Selfossliðið um langt skeið.


Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8/2, Alexander Már Egan 8, Hergeir Grímsson 6, Ragnar Jóhannsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Tryggvi Þórisson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.

Tölfræði er fengin af mbl.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -